Styrkir á sviði sjávarlíftækni

13.11.2014

Marine Biotechnology ERA-NET er samstarfsnet sem hefur það að markmiði að efla samvinnu og auka rannsókna- og þróunarstarf og nýsköpun á sviði sjávarlíftækni innan Evrópu.

Marine Biotechnology samstarfsnetið auglýsir eftir umsóknum á eftirfarandi áherslusviði:The development of biorefinery processes for marine biomaterials

Umsóknaferlið er tveggja þrepa. Í fyrra þrepi er send inn forumsókn. Þær umsóknir sem standast mat á fyrsta þrepi fá boð um að senda inn umsókn á seinna þrepi.

Frestur til að skila inn forumsókn er til 10. desember 2014.

Samstarf þriggja þjóða er skilyrði, en nánari upplýsingar um kallið er að finna á heimasíðu Marine Biotechnology ERA-NET.

Styrkur til íslenskra aðila í samþykktum verkefnum eru fjármagnaður af Tækniþróunarsjóði. Verkefnið þarf því að uppfylla reglur sjóðsins og æskilegt er að fyrirtæki sé meðumsækjandi.

Frekari upplýsingar um kallið gefa Lýður Skúli Erlendsson og Sigurður Björnsson hjá Rannís.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica