FaraBara - nýr upplýsingavefur um nám erlendis opnaður

25.11.2014

Nýr upplýsingavefur um nám erlendis, FaraBara.is, var formlega opnaður af Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra í kjölfar fyrsta alþjóðadags Erasmus + menntaáætlunar Evrópusambandsins á Icelandair Hótel Natura mánudaginn 24. nóvember.

  • Á myndinni sjást Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SÍNE og Sigríður Ásgeirsdóttir og Dóra Stefánsdóttir frá Rannís.

FaraBara er samstarfsvefur Rannís og Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) sem unnið hefur verið að síðan í vor. Búið er að safna saman gríðarlegu magni upplýsinga um nám erlendis og setja það upp á skilmerkilegan og aðgengilegan hátt. Finna má m.a. upplýsingar um rúmlega 40 lönd auk þess að safnað hefur verið saman margvíslegum upplýsingum um námsstyrki .

Markmið vefsins er að auðvelda fólki leitina að rétta náminu, námslandinu og hvað nauðsynlegt er að gera þegar sótt er um.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica