Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Nýsköpunarsjóð námsmanna 2015

20.1.2015

Umsóknarfrestur er til 4. mars 2015 klukkan 16.00 að íslenskum tíma.

Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur opnað fyrir umsóknir. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni sumarið 2015. 

Rétt til að sækja í sjóðinn hafa háskólanemar í grunn- og meistarnámi sem og sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir. Verkefnið má ekki vera lokaverkefni nemenda. Sjóðurinn styrkir laun til nemenda, 233.000 kr. per mánuð per nemanda. Hámarksfjöldi mánuða sem hægt er að sækja um per nemanda er 3 mannmánuðir. Ekki er hámark á fjölda nemenda per verkefni.

Nánari upplýsingar á síðu sjóðsins

Þetta vefsvæði byggir á Eplica