Kynning á Innviðasjóði

2.3.2015

Rannís býður til kynningar á tækifærum og styrkjum úr Innviðasjóði, föstudaginn 6. mars kl. 14-15 í Norræna húsinu.

Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum.

Kynningarfundurinn verður haldinn í Norræna húsinu, föstudaginn 6. mars kl. 14-15. Eiríkur Stephensen frá Rannís kynnir hlutverk sjóðsins, helstu styrktegundir og reglur.  

Kynningin er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.

Umsóknarfrestur Innviðasjóðs rennur út 1. apríl.

Upplýsingar um sjóðinn má nálgast hér.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica