Fyrsta úthlutun úr Æskulýðssjóði 2015

3.3.2015

Stjórn Æskulýðssjóðs hefur úthlutað til sjö verkefna alls 1.850 þúsund króna í fyrstu úthlutun sjóðsins fyrir árið 2015. Alls sóttu 38 aðilar um styrk að upphæð 19,3 milljónir.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni:

  • Æskulýðsvettvangurinn, Komdu þínu á framfæri, 300.000 kr.
  • KFUM og KFUK á Íslandi, Verkleg þjálfun leiðtoga, 100.000 kr.
  • KFUM og KFUK á Íslandi, Barnasáttmálinn - okkar sáttmáli, 200.000 kr.
  • Skátafélagið Ægisbúar, Skátar á hálum ís, 200.000 kr.
  • Ungmennafélag Íslands, Snjóboltinn framhald, 300.000 kr.
  • Alþjóðleg ungmennaskipti-AUS, Fjölmenningarsamfélagið, 350.000 kr.
  • Samband íslenskra framhaldsskólanema (S.Í.F), Erindrekstur, 400.000

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Nánari upplýsingar um Æskulýðssjóð









Þetta vefsvæði byggir á Eplica