Möguleikar á rannsóknarstyrkjum í Bandaríkjunum

10.3.2015

Þriðjudaginn 24. mars kl 9:00-12:30 stendur Rannís fyrir námskeiði um möguleika á rannsóknarstyrkjum í Bandaríkjunum. Kynningin verður haldin á Hótel Sögu. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Bandaríkjamaðurinn Robert Porter, PhD.

Staður: Hótel Saga, Katla II,  24. mars kl. 9:00 – 12:30

Ýmsar bandarískar stofnanir bjóða upp á rannsóknarstyrki til stofnana utan Bandaríkjanna. Þar má helst upp telja: National Institutes of Health (NIH)  og Department of Defense (DoD). Á þessu námskeiði verður áhersla lögð á skilyrði úthlutunar, upphæðir styrkja, umsóknarskrif og umsóknarfresti fyrir helstu NIH áætlanirnar, sbr. Fogarty International Center og International Research Scientist Award, sem og DoD áætlanir sem heyra undir Office of Naval Research, Army Office of Research og Air Force Office of Scientific Research. Einnig verður fjallað um samstarfsáætlanir sem heyra undir National Science Foundation eins og Partnerships for International Research and Education (PIRE).

Robert Porter er þekktur fyrirlesari og námskeiðshaldari og hefur haldið námskeið um umsóknaskrif á alþjóðavettvangi í fjölda ára, m.a. á Íslandi í nóvember 2014. Áður starfaði hann sem forstöðumaður rannsóknaþróunardeildar University of Tennessee. Robert Porter er handhafi Distinguished Faculty Award sem veitt eru af Alþjóðasamtökum rannsóknastjóra. Hann er með rúmlega 30 ára reynslu sem prófessor, ráðgjafi og rannsóknastjóri og hefur m.a. í gegnum störf sín fengið rúmlega 8 milljónir dollara í styrki frá opinberum- og einkasjóðum.  Robert Porter PhD, er með háskólagráðu í munnlegum samskiptum eða Speech Communication.

Námskeiðsgjald er 12.000 kr. Veitingar og námskeiðsgögn eru  innifalin í verðinu.

Skráning er opin fram til 22. mars. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Sjá lýsingu á námskeiðinu á ensku.

Skráning


Þetta vefsvæði byggir á Eplica