Nýsköpunarþing 2015 - Frá frumkvöðli til alþjóðamarkaðar
Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs verður fimmtudaginn 9. apríl 2015, kl. 8:30-11:00 á Grand hótel Reykjavík. Húsið opnar kl. 8:00 með morgunverði. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2015 verða afhent á þinginu.
Yfirskrift þingsins að þessu sinni verður Frá frumkvöðli til alþjóðamarkaðar og verður velt upp spurningum eins og: Hverjar eru helstu áskoranir frumkvöðla á Íslandi? Hverjir eru styrkleikar og veikleikar íslensks stuðningsumhverfis nýsköpunar? Hver er staða íslenskra frumkvöðla í alþjóðlegu samhengi?
Skráning í þessum tengli hjá NMÍ eða í síma 522 9000.
Dagskrá
Ávarp
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
From Entrepreneur to International Marketing
Jørn B. Andersen, Innovation Expert, Andersen + Associates
Íslenskir frumkvöðlar, stuðningsumhverfið og áskoranir
Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF Líftækni
Sigríður Vigfúsdóttir, markaðsstjóri Primex
Hilmar Gunnarsson, stofnandi Modio og fjárfestir hjá Investa
Tónlistaratriði
Nýsköpunarverðlaun Íslands 2015 afhent
Fundarstjóri er Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís.
Húsið opnar kl. 8:00 með morgunverði.