Styrkir til að halda norrænar vinnusmiðjur í hug- og félagsvísindum

8.4.2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir hjá NOS-HS vegna styrkja til að halda vinnusmiðjur (workshops). Umsóknarfrestur er til 21. apríl 2015.

NOS-HS er samstarfsvettvangur í hug- og félagsvísindum á vegum fjármögnunaraðila rannsókna í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

NOS-HS býður upp á styrki til að standa straum af kostnaði vegna vinnusmiðja, eða sk.  Workshops. Rannsakendur sem starfa að rannsóknum í hug- og félagsvísindum og skyldum greinum geta sótt um styrk.

Frekari upplýsingar er að finna á vef sænska rannsóknaráðsins hér.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica