Opnunarhátíð EPALE verður haldin þann15. apríl kl. 8:00-14:00 að íslenskum tíma. Taktu þátt á netinu!
Þann 15. apríl, verður EPALE, ný vefgátt fagfólks í fullorðinsfræðslu, formlega opnuð með ráðstefnu í Brussel. Öllum er velkomið að vera virkir þátttakendur opnunarráðstefnunnar á netinu.
EPALE, sem er hluti af Erasmus+ menntaáætluninni, er ætlað að verða öflugur samskiptavettvangur fyrir fagfólk í fullorðinsfræðslu í Evrópu. Þar mætist fagfólk og skiptist á skoðunum um ýmis mikilvæg viðfangsefni fullorðinsfræðslunnar og deilir hugmyndum eða námsefni sem styður við faglega þróun fullorðinsfræðslu. Þetta er fyrsti samskiptavettvangur sinnar tegundar innan fullorðinsfræðslugeirans.
- Dagskrá og frekari upplýsingar
- Ráðstefnan verður send út beint á ensku hér
- Gert er ráð fyrir dagskrárliðnum Spurningar og svör kl. 12.15 að íslenskum tíma, þar sem spurningum verður svarað í beinni útsendingu
Við vonumst eftir virkri þátttöku íslensks fagfólks í þessum viðburði. Fylgist með frá byrjun!
Bestu kveðjur frá EPALE teyminu.