Opnunarhátíð EPALE verður haldin þann15. apríl kl. 8:00-14:00 að íslenskum tíma. Taktu þátt á netinu!

13.4.2015

Þann 15. apríl, verður EPALE, ný vefgátt fagfólks í fullorðinsfræðslu, formlega opnuð með ráðstefnu í Brussel. Öllum er velkomið að vera virkir þátttakendur opnunarráðstefnunnar á netinu.

EPALE, sem er hluti af Erasmus+ menntaáætluninni, er ætlað að verða öflugur samskiptavettvangur fyrir fagfólk í fullorðinsfræðslu í Evrópu.  Þar mætist fagfólk og skiptist á skoðunum um ýmis mikilvæg viðfangsefni fullorðinsfræðslunnar og deilir hugmyndum eða námsefni sem styður við faglega þróun fullorðinsfræðslu. Þetta er fyrsti samskiptavettvangur sinnar tegundar innan fullorðinsfræðslugeirans.

Við vonumst eftir virkri þátttöku íslensks fagfólks í þessum viðburði.  Fylgist með frá byrjun! 

Bestu kveðjur frá EPALE teyminu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica