Úthlutun Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2015

17.4.2015

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið mati umsókna og liggur úthlutun fyrir sumarið 2015 nú fyrir.

Nýsköpunarsjóði námsmanna bárust alls 357 umsóknir í ár fyrir 542 háskólanema. Umsóknarfrestur rann út hinn 4. mars síðastliðinn. Alls var sótt um rúmlega 360 milljónir króna eða laun í 1548 mannmánuði.

Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 75 milljónir króna til úthlutunar og hlutu alls 72 verkefni styrk (árangurshlutfall miðað við fjölda umsókna og veitta styrki er því 20%). Í styrktum verkefnum eru 111 nemendur skráðir til leiks í alls 322 mannmánuði.

Allir umsækjendur fá tölvupóst með nánari upplýsingum um styrkveitinguna. Sá listi sem birtur er hér er yfir þau verkefni sem hljóta styrk árið 2015. Listinn er birtur með fyrirvara um villur.

Verkefnin eru skráð eftir nafni umsjónarmanns / manna og titli verkefnis ásamt upplýsingum um aðsetur umsjónarmanns / manna og þá upphæð sem verkefnið hlýtur í styrk skv. mannmánuðum, en styrkupphæð er 233.000 kr. pr. mannmánuð.

Hægt er að nálgast töflu yfir úthlutunina 2015 á pdf formi hér.

Umsjónarmaður Aðsetur Heiti verkefnis Upphæð
Ágústa Þorbergsdóttir, Erna Magnúsdóttir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Háskóli Íslands Íðorðasafn og myndun nýrra íðorða í líf- og læknavísindum. 699.000
Ásdís Kristjánsdóttir Samtök atvinnulífsins Hagræn skoðun á íslenskum landbúnaði. Verðmætasköpun, þjóðhagslegt mikilvægi og útlistun á tækifærum til úrbóta. 699.000
Áslaug Einarsdóttir Stelpur rokka! Reynsla og árangur af kynjaskiptu tómstundastarfi í tónlistarverkefninu Stelpur rokka! 699.000
Ásthildur Björg Jónsdóttir Listaháskóli Íslands Skapandi listasmiðja 699.000
Berglind Rós Magnúsdóttir Háskóli Íslands Erum við að missa af lestinni? - Rannsókn á stöðu hagnýtrar forritunarkennslu á Íslandi ásamt gerð kennsluefnis sem hægt væri að nýta við forritunarkennslu á Íslandi. 699.000
Berglind Sigmarsdóttir Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi UNESCO skólar á Íslandi 699.000
Birgir Hrafnkelsson Háskóli Íslands Innleiðing nýrrar aðferðar við mat á sambandi vatnshæðar og flæðis fallvatna 1.398.000
Birgir Örn Smárason Matís ohf.
Svarta hermannaflugan og lífrænir úrgangsstraumar sem æti. Rannsókn á áhrif hermannaflugunnar á sjúkdómsvaldandi örverur. 699.000
Bjarni Kristófer Kristjánsson, Jón Sigurður Ólafsson Háskólinn á Hólum, Veiðimálastofnun Gjáin Silfra: Athugun á áhrifum aukins ferðamannastraums á lífríki gjárinnar og mótun verklagsregla með tilliti til sjálfbærrar þróunar. 466.000
Björn Vilhjálmsson Áskorun ehf. Gerð fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeiðs fyrir börn og ungmenni sem eru greind með psoriasis. 699.000
Brynhildur Heiðard Ómarsdóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir Kvenréttindafélag Íslands Stöðvum hefndarklám 699.000
David James Thue Háskólinn í Reykjavík Áskoranir vísindanna tæklaðar í fjölspilunarleikjum 1.398.000
Egill Skúlason, Javed Hussain, Hannes Jónsson Háskóli Íslands Frá útblæstri að eldsneyti 2.097.000
Eiríkur Karl Ólafsson Smith Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum Vefur um réttindi nemenda með sérþarfir í Háskóla Íslands til þjónustu 1.631.000
Guðmundur Þorgeirsson, Haraldur Halldórsson Landspítali háskólasjúkrahús og Læknadeild HÍ, Háskóli Íslands Áhrif thrombins á æðaþelsfrumur - Hlutverk sveigðra boðleiða 699.000
Guðrún Marteinsdóttir, Kristberg Kristbergsson TARAMAR ehf. og Háskóli Íslands Þróun verðmæta úr íslenskri repjuolíu 1.398.000
Gunndís Ýr Finnbogadóttir Listaháskóli Íslands Brúarsmíði milli kynslóða - lista- og nýsköpunarsmiðja: Hvað ungur nemur gamall temur - þá gamall nemur ungur temur 699.000
Gyða Margrét Pétursdóttir Háskóli Íslands Femínískt rými innan tónlistariðnaðarins á Íslandi 699.000
Hafsteinn Helgason, Hjördís Sigurðardóttir Efla verkfræðistofa, Spor í sandinn ehf.
Sameldishús í Reykjavík – þróun grænna snjalllausna 699.000
Halldór Pálmar Halldórsson, Ragnheiður I Þórarinsdóttir Rannsóknarsetur Háskóla Íslands, Svinna verkfræði ehf Mælingar og sannreyning á vaxtarrými Evrópuhumars við breytilegar eldisaðstæður 699.000
Hanna Björg Sigurjónsdóttir Háskóli Íslands Skref fyrir skref forvörn: foreldrastuðningur og þjálfun fyrir foreldra og/eða forráðamenn með námsörðuleika byggt á raunprófuðum aðferðum. 699.000
Haukur Þorgeirsson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Íslensk innsigli að fornu 699.000
Heiðdís B Valdimarsdóttir Háskólinn í Reykjavík Þróun og prófun á gagnvirku ákvörðunartól til aðstoðar við ákvörðunartöku í meðferð sjúklinga sem nýlega hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein. 699.000
Helgi Dagbjartur Áss Grétarsson Lagadeild Háskóla Íslands Skilyrði fyrir útgáfu einkaleyfis. 699.000
Helgi Dagbjartur Áss Grétarsson Lagadeild Háskóla Íslands Skipulagsáætlanir og togstreita hagsmuna. Hvenær er skerðing á eignarráðum fasteignareiganda bótaskyld? 699.000
Helgi Þorbergsson Háskóli Íslands Snertilaus myndstýring fyrir skurðlækna 699.000
Hlynur Óskarsson  Landbúnaðarháskóli Íslands SISETHOWER: SIte SElection Tool for HOlistic WEtland Restoration 699.000
Jenny Sophie Rebecka E Jensen, Ragnar Jóhannsson Matis ohf Dropi með furanfitusýrum. 699.000
Jón Skírnir Ágústsson, Halla Helgadóttir Nox Medical Þróun nýrrar aðferðar til greiningar á öndunarflæði með RIP öndunarbeltum (Respiratory Induce Plethysmography) og samanburður við hefðbundnar öndunarflæðismælingar 1.398.000
Klara Björg Jakobsdóttir, Pétur Henry Petersen Hafrannsóknarstofnun, Háskóli Íslands Auðkenning á lífvirkum próteinum í augum og eitri sjávarfiska 699.000
Kristín Briem, Sigurður Brynjólfsson, Christophe Guy Lecomte Háskóli Íslands, Össur Stillanlegur stífleiki á gervifæti veitir sveigjanleika sem er nauðsynleg bættrar líkamsfærni. 2.097.000
Kristján Leósson, Hildigunnur Sverrisdóttir, Hannes Rúnar O Lárusson, Björn Marteinsson Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Listaháskóli íslands, Íslenski bærinn Mat á vistvæni torfbygginga 699.000
Kristrún Thors, Valgerður Þórisdóttir, Gunnar Þór Hallgrímsson Sjálfstætt starfandi vöruhönnuður, LHÍ, Selásskóli, Háskóli Íslands Þekkirðu fuglinn?
Rannsókn á fuglafræðiþekkingu barna og þróun og gerð spils sem gerir þeim kleift að læra í gegnum leik.
1.398.000
Linda Björk Markúsardóttir, Jón Guðnason, David James Thue University Hospital, Reykjavík University Framburðarþjálfun barna með hjálp tölvuleikja 2.097.000
Magnús Þór Jónsson Háskóli Íslands Nýsköpun í íslenskum orkuiðnaði - Ný hönnun höfuðloka fyrir háhitaborholur 699.000
Magnús Örn Stefánsson Háskólinn á Akureyri Uppskölun rækta vegna framleiðslu á fjölómettuðum omega-3 fitusýrum með sjávarfrumverum. 699.000
Maria Elvira Mendez Pinedo Háskóli Íslands Dómaframkvæmd íslenskra dómstóla árin 2008 - 2015 vegna gengislána og verðtryggðra lána. 699.000
María Ragnarsdóttir, Sigrún Vala Björnsdóttir MTT ehf, Háskóli Íslands Áreiðanleiki mælinga með nýrrri frumgerð af HÞH mælinum og stífnistuðull hryggjarliða. 1.398.000
Oddur Þór Vilhelmsson Háskólinn á Akureyri Jökullíftækni: Kuldakærar lífhreinsibakteríur úr Vatnajökulsþjóðgarði 699.000
Ólafur Rastrick,  Elsa Ósk Alfreðsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir Háskóli Íslands, Svæðisgarður Snæfellsnes Sæhvönn, góðmeti og galdrajurt. Nýting fyrr og nú. 932.000
Paolo Gargiulo Landspitali og Háskólinn í Reykjavik Klínískt matskerfi fyrir sjúklinga sem eru að fara að- og eru búnir að gangast undir heildarmjaðmaliðarskipti 1.398.000
Ragnar Edvardsson Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum Hvalveiðar Norðmanna á Vestfjörðum á 19. öld. 699.000
Ragnheiður I Þórarinsdóttir, Valgerður T Gunnarsdóttir, Gissur Örlygsson Svinna,  Listaháskóli Íslands og sjálfstætt starfandi hönnuður, Innigarðurinn, heimaræktun á grænmeti  í hydrogeli unnið úr brúnþörungum. (alginate hydrogel)


1.398.000
Ragnheiður I Þórarinsdóttir, Ebba Þóra Hvannberg Svinna-verkfræði ehf., Háskóli Íslands Hönnun gagnvirks upplifunar- og fræðsluefnis um hringrásarkerfi 2.097.000
Rakel Pétursdóttir, Hlynur Helgason Listasafn Íslands, Háskóli Íslands Vefsýningar á safneign Listasafns Íslands/ Safni Ásgríms Jónssonar 699.000
Rannveig Björnsdóttir, Ásta Margrét Ásmundsdóttir Matís ohf./Háskólinn á Akureyri Rannsókn á lífvirkni slíms úr innvolsi fiskiaugna og möguleikar á nýtingu augnslímsins við þróun nýrra afurða 1.398.000
Rannveig Björnsdóttir, Edda Kamilla Örnólfsdóttir, Ásta Margrét Ásmundsdóttir Matís ohf./Háskólinn á Akureyri, Hólavatn, Háskólinn á Akureyri BLAÐKAN – þróun hreinsiefna og skordýrafælu úr blaði rabarbarans 699.000
Róbert Arnar Karlsson, Einar Stefánsson, Sveinn Hákon Harðarson Oxymap ehf., Landsspítalinn - Háskólasjúkrahús Staðbundið sjálfvirkt gæðamat

augnbotnamynda
699.000
Rósa Þorsteinsdóttir, Bjarni Harðarson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Sunnan 4 ehf. Þjóðfræðilegur menningararfur sagna og sagnabrota tengdur landinu. Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla 699.000
Rúnar Helgi Vignisson, Ragnheiður Skúladóttir Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Lókal - alþjóðleg leiklistarhátíð Indíánapönkarinn-Um samspil geðklofa og sköpunar. 3.495.000
Sandra Magdalena Granquist, Tryggvi Stefánsson Selasetur Íslands og Veiðimálastofnun Ný aðferð við stofnstæarðarmat á landsel (Phoca vitulina) –Nýsköpun í tækni og þróun sjálfvirkrar selatalningar með notkun hitamyndavélar og ómannaðs loftfars 1.398.000
Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir Háskóli Íslands Rannsókn á andbólguvirkni astaxanthin/lýsis blöndu 699.000
Sigurður Brynjólfsson Háskóli Íslands Brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum nyýtt til framleiðslu á lífefnum 1.398.000
Sigurður Pálsson Sjálfstætt starfandi og Háskóli Íslands Dulkápan. Ljóð- og bóklist íslenskra myndlistarmanna frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag. 1.398.000
Sigurveig Þ Sigurðardóttir, Michael Valur Clausen, María I Gunnbjörnsdóttir Landspítali háskólasjúkrahús
Greining jarðhnetuofnæmis eða jarðhnetunæmis. Hver er með hættulegt jarðhnetuofnæmi? 699.000
Silja Bára Ómarsdóttir Háskóli Íslands Friðarborgin Reykjavík: fræðsluefni og greining á sérstöðu Reykjavíkurborgar sem friðarborg. 932.000
Snorri Sigurðsson, Katrín Anna Lund Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur, Háskóli Íslands Náttúrutúlkun á grænum svæðum í Reykjavík: Stöðumat og nýjar lausnir fyrir ferðamenn og íbúa 1.398.000
Stefanía Katrín Karlsdóttir, Rannveig Björnsdóttir, Sveinbjörn Oddsson Matorka ehf, Matís ohf Akureyri Ræktun örþörunga í frárennsli frá fiskeldi. 1.398.000
Stefán Þór Helgason Entrio ehf. Markaðsrannsókn á nýrri uppfinningu í matvælaiðnaði með áherslu á sjávarafurðir. 2.097.000
Steinunn Knútsdóttir Listaháskóli Íslands Stafrænar sviðslistir -
Hvernig áhrif hafa stafrænir miðlar á sviðslistirnar og hvernig við segjum sögur? Er hið starfræna það nýja lífræna?
1.864.000
Sunna Jóna Guðnadóttir, Valgerður T. Gunnarsdóttir Reykjavíkurborg, Listaháskóli Íslands Formgerð minning: Nýtt viðhorf til minjagripa 2.097.000
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Hagfræðideild Háskóla Íslands Tekjutengdur ójöfnuður sjúkdóma og heilsufarseinkenna á Íslandi: Áhrif íslenska efnahagshrunsins 699.000
Tómas Philip Rúnarsson Háskóli Íslands Stundatöflubestun fyrir Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands 699.000
Tryggvi Helgason Barnaspítali Hringsins Kæfisvefn og svefngæði barna í Heilsuskóla Barnaspítalans 699.000
Unnur Anna Valdimarsdóttir Miðstöð í lýðheilsuvísindum Skoðanakönnun á áhuga íslenskra kvenna til að fá upplýsingar um hvort þær séu arfberar BRCA2 stökkbreytingar. 699.000
Unnur Dís Skaptadóttir Háskólí Íslands Rannsókn á upplifun kvenna af erlendum uppruna frá löndum utan EES sem eru búsettar á Íslandi 699.000
Viðar Hreinsson, Hilmar Örn Hilmarsson ReykjavíkurAkademían, Krummaskuð ehf Jón lærði gengur aftur 699.000
Þorbjörg Daphne Hall, Gunnar Benediktsson Listaháskóli Íslands Hugmyndir um íslenskan hljóðheim 2.097.000
Þorgerður Einarsdóttir Háskóli Íslands Gagnkynhneigð, grunnskólinn og hinsegin kynfræðsla 699.000
Þorsteinn Ingi Sigfússon Nýsköpunarmiðstöð Íslands XRG - Power 699.000
Þórður Helgason Landspítali háskólasjúkrahús Raförvun mænu með yfirborðsrafskautum, færnibætandi áhrif á síspennu 699.000
Þórður Helgason Landspítali háskólasjúkrahús, Háskólinn í Reykjavík Hugbúnaður til stýringar á raförvun fingurhreyfinga 699.000

Nánari upplýsingar um Nýsköpunarsjóð námsmanna.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica