Þverfaglegar rannsóknir ræddar á Rannsóknaþingi 2015

20.4.2015

Rannís býður til Rannsóknaþings, mánudaginn 27. apríl, þar sem umræðuefnið verður þverfaglegar rannsóknir. Dagskrá þingsins er milli kl. 12:30 og 14:30 en hefst með léttum hádegisverði kl. 12:00. Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík, Gulllteigi.

Á Rannsóknaþingi 2015 verður fjallað um þverfaglegar rannsóknir. Undanfarin ár hefur samstarf milli fræðasviða aukist mikið og áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf í vísindum og nýsköpun.  Á þinginu verður leitast við að bregða ljósi á þessa þróun, fjalla um reynslu, áskoranir og tækifæri á þessu sviði og fá fram umræður um stöðu þverfaglegra rannsókna.

Aðalfyrirlesari er Dr. Peter Moll vísindaráðgjafi og sérfræðingur í sjálfbærri þróun. Sjá uppl. hér.  

Í framhaldinu verður boðið upp á stuttar framsögur frá íslenskum fyrirlesurum með umræðum, sjá dagskrá hér að neðan.

Vinsamlega skráið þátttöku hér.

Dagskrá:

12:30  Opnunarávarp
Þórarinn Sólmundarson, sérfræðingur á skrifstofu mennta og vísinda, mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

12:40  From Science to Praxis - Opportunities and Challenges
Dr. Peter Moll, Senior Science Policy Adviser, Science Development

13:20 Þverfaglegar rannsóknir í íslensku vísindasamfélagi
Kynningar og umræður

  • Kristín Svavarsdóttir, vistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins
  • Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri
  • Unnur Anna Valdimarsdóttir, próf. við HÍ og forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum
  • Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands

Umræðustjóri: Kristín Svavarsdóttir, vistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins

Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís









Þetta vefsvæði byggir á Eplica