Auglýst er eftir umsóknum í tvíhliða norðurslóðááætlun Íslands og Noregs

29.5.2015

Áætlunin Arctic Research and Studies veitir ferða- og sóknarstyrkir til að styrkja samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Umsóknarfrestur er til 18. september 2015.

Áætlunin byggir á samkomulagi um samstarf á sviði heimskautafræða og rannsókna á milli Íslands og Noregs. Utanríkisráðuneyti Noregs og Íslands eiga og fjármagna áætlunina en Rannís hefur umsjón með henni í samvinnu við Senter for Internasjonalisering av Utdanning (SIU) í Noregi.

Styrkir eru veittir í tveimur verkefnaflokkum:

  • Langtímasamstarf íslenskra og norskra stofnana
  • Sóknar- og ferðastyrkir vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna í samkeppnissjóði

Áætlunin og þessi auglýsing eftir styrkjum er með þeim fyrirvara að utanríkisráðuneyti Noregs og Íslands hafi gengið frá samningi sín á milli varðandi fjármögnun áætlunarinnar fyrir umsóknarfrestinn 18. September 2015.

Nánari upplýsingar hér

Þetta vefsvæði byggir á Eplica