Auglýst eftir umsóknum í norrænu tungumálaáætlunina - Nordplus Sprog

18.6.2015

Auka umsóknarfrestur er 1. október 2015.

Markmið áætlunarinnar er að:

  • styðja við verkefni sem auka skilning og þekkingu á norrænum tungumálum (einkum dönsku, norsku og sænsku). Sérstök áhersla er lögð á að ná til barna og ungmenna.
  • styrkja þróun námsefnis, kennsluaðferða og áætlana sem miða að þekkingu á norrænum tungumálum á öllum menntastigum.

Áætlunin er opin stofnunum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum og styrkir ýmsar tegundir verkefna: t.a.m. námskeið, fundi, ráðstefnur, rannsóknir, námsefni eða annað sem styður við formlegt eða óformlegt nám í norðurlandatungumálum. Verkefna verða að hafa kennslufræðilegt inntak og hafa tungumál sem aðaláherslu verkefnisins. Umsóknir verða að vera skrifaðar á dönsku, sænsku eða norsku.

Að auki skulu umsóknir vera samstarfsverkefni þriggja Norðurlanda / Eystrasaltslanda og í þessari umsóknarlotu er sérstök áhersla lögð á stofnun samstarfsneta fyrir framtíðarsamstarf. Hafir þú áhuga á að taka þátt í framtíðarsamstarfi um norðurlandatungumál en vantar samstarfsaðila, geturðu skrifað okkur stuttan póst og sagt frá sjálfum þér, við hvað þú starfar og hvers konar samstarfsverkefni þú hefur áhuga á að taka þátt í (ath. að hefðbundnar bekkjaheimsóknir eru ekki styrktar í þessari áætlun). Við söfnum saman þessum upplýsingum og reynum að leiða saman hugsanlega samstarfsaðila.

Frekari upplýsingar um áætlunina og umsóknarferlið

Sækja bækling með dæmum um verkefni sem hafa hlotið styrk úr Nordplus norrænu tungumálaáætluninni. 


Tengiliðir Nordplus Sprog á Íslandi eru:

Sigrún Ólafsdóttir og

Sigríður Vala Vignisdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica