Óskað eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna 2014

27.3.2014

Rannís óskar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2014.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 15. apríl 2014.

Tilnefningum ásamt upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is

Nánar um Hvatningarverðlaunin hér.


Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er styrki stoðir mannlífs á Íslandi. 

Verðlaunin eru tvær milljónir króna.

Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu. Hvatningarverðlaunin verða afhent á Rannsóknaþingi Rannís í vor.

Við val á verðlaunahafa er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóðasamstarfs, svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlun þekkingar til íslensks samfélags.

Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica