Lýst eftir umsóknum í Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna

14.3.2014

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júlí 2014.

Umsóknarfrestur rennur út þann 29. apríl 2014 kl. 12:00 á hádegi.

Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein. Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, fræðigreina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku.

Umsóknir eru rafrænar og er aðgangur að umsóknarkerfinu hér. Umsækjendur skulu kynna sér rækilega reglur og leiðbeiningar sjóðsins. 

Nánari upplýsingar veitir Hulda Proppé, hulda.proppe@rannis.is, sími 515 5825515 5825515 5825

Þetta vefsvæði byggir á Eplica