Ísland eina landið sem ekki bætir árangur sinn í nýsköpun

9.4.2014

Í nýrri skýrslu Evrópusambandsins, Innovation Union Scoreboard 2014, kemur fram að árangur Íslands er meiri en að jafnaði meðal annarra Evrópuþjóða.

Ísland tilheyrir flokk svokallaðra fylgiþjóða, og erum við því eftirbátar annarra Norðurlandaríkja, sem tilheyra flokknum úrvalsþjóðir, að Noregi undandskildum. Athygli vekur að Ísland er eina landið í greiningunni sem ekki bætir árangur sinn í nýsköpun á tímabilinu 2006 til 2013. Ítarleg greining á stöðun og þróun Íslands í nýsköpun má finna hér á heimasíðu Rannís.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica