Undirbúningur Horizon Europe kominn á fullt

20.5.2019

Næsta rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe, er óðum að taka á sig mynd. Tillögur framkvæmdastjórnar hafa nú verið ræddar í Evrópuþinginu og ráðherraráðinu og er komið að því að aðildarlöndin komi að stefnumótun áætlunarinnar. Þar er EES löndunum, þ.m.t. Íslandi, boðið að vera með frá upphafi. 

  • Horizon-Europe-structure_1559125147683

Þótt skipulag Horizon Europe (2021-2027) byggi að miklu leyti á núverandi áætlun, Horizon 2020, þá verða ýmsar breytingar og nýjungar. 

Þar er helst að telja stóraukna áherslu á nýsköpun með stofnun Evrópska rannsóknaráðsins (European Innovation Council). Hvatt verður til enn frekari þverfaglegrar nálgunar til að takast á við áskoranir nútímans með endurskilgreindum samfélagslegum áskorunum. Loks er að telja að kynntar verða til sögunnar sk. "missions" sem eru markáætlanir með háleitum markmiðum þar sem öll fræðasvið munu leggjast á eitt til að leysa vandamál með rannsóknum og nýsköpun. Farið verður af stað með fimm skilgreindar markáætlanir, en þær geta þróast eða breyst á líftíma áætlunarinnar. 

Lagt hefur verið til að leggja 94,1 milljarða evra í Horizon Europe, en endanlegt fjármagn mun ekki liggja endanlega fyrir fyrr en ESB hefur rætt fjárlög sín fyrir næsta tímabil, 2021-2027 .

Fyrsti fundur skugganefndar Horizon Europe var haldinn í byrjun maí, en þar fer stefnumótunin fram í samvinnu við aðildarríki ESB, og hefur EES löndunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein, í fyrsta sinn verið boðið að verða með. Fulltrúar Íslands í nefndinni eru Auður Rán Þorgeirsdóttir, vísinda- mennta- og menningarfulltrúi í Brussel fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Aðalheiður Jónsdóttir sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís og . 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica