Ný Orkuáætlun Horizon2020, 2018-2020

Kynningarfundur, miðvikudaginn 29. nóvember kl. 9:15-12:00

14.11.2017

Miðvikudaginn 29. nóvember stendur Rannís í samvinnu við GEORG og Iceland Geothermal fyrir kynningarfundi um nýja rannsóknaráætlun Horizon 2020 í orkumálum, „Secure, Clean and Efficient Energy“. Á fundinum verður farið yfir áætlunina í heild sinni með sérstakri áherslu á þátt jarðvarma. 

Fundarstaður og tími: Orkugarður Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, Víðgelmir.

Miðvikudaginn 29. nóvember kl. 9:15-12:00.

Skráning og kaffi kl. 9:15 

  1. Árangur Íslands í Orkuáætlun Horizon2020 og stuðningur Rannís við umsækjendur
    Kristmundur Þór Ólafsson, Rannís.
  2. Ný Orkuáætlun Horizon 2020 (Secure Clean and Efficient Energy)
    Filippo Gagliardi, framkvæmdastjórn ESB.
  3. Íslensk orkuverkefni og tækifæri íslenskra aðila í evrópsku samstarfi
    Hjalti Páll Ingólfsson, GEORG Research Cluster.

*Secure, Clean and Efficient Energy áætlunin 2018-2020. 

Vinsamlegast skráið þátttöku

Þetta vefsvæði byggir á Eplica