Kynningarfundur um nýja rannsóknaráætlun Horizon 2020 í orkumálum

15.12.2017

Þriðjudaginn 9. janúar stendur Rannís í samvinnu við GEORG og Iceland Geothermal fyrir kynningarfundi um nýja rannsóknaráætlun Horizon 2020 í orkumálum, „Secure, Clean and Efficient Energy“. Áætlunin gildir frá 2018 til 2020. Á fundinum verður farið yfir áætlunina í heild sinni með sérstakri áherslu á þátt jarðvarma. 

Fundarstaður: Orkugarður, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, Víðgelmir.

Skráning og kaffi kl. 9:15. Dagskrá lýkur kl. 12:00.

Dagskrá

 • Árangur Íslands í Orkuáætlun Horizon2020 og stuðningur Rannís við umsækjendur
  Kristmundur Þór Ólafsson, Rannís.
  Sækja kynningu
 • Ný Orkuáætlun Horizon 2020 (Secure Clean and Efficient Energy)
  Filippo Gagliardi, framkvæmdastjórn ESB.
  Sækja kynningu
 • Íslensk orkuverkefni og tækifæri íslenskra aðila í evrópsku samstarfi
  Hjalti Páll Ingólfsson, stjórnarnefndarfulltrúi fyrir orkuáætlun Horizon 2020.
  Sækja kynningu

*Secure, Clean and Efficient Energy áætlunin 2018-2020. 

Skrá þátttöku 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica