Skýrslan geymir upplýsingar um árangur Íslands í þeim þremur áætlunum ESB sem Rannís hefur umsjón með, á árunum 2014–2017. Skýrslan kom fyrst út fyrir ári síðan, en í nýrri útgáfu hefur gögnum frá árinu 2017 verið bætt við.
Skýrslan sýnir hversu evrópskt og norrænt samstarf er umfangsmikið í starfsemi Rannís sem er helsta þjónustustofnun á Íslandi á þessu sviði. Horizon 2020 (rannsóknir og nýsköpun) er stærsta áætlunin, en hún er um 76% af umfangi þess samstarfs sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samningsins, Erasmus+ (menntun og æskulýðsstarf) er um 15% af umfangi og Creative Europe (kvikmyndir og menning) er um 1,5%. Heildarfjárveiting ESB til þessara áætlana á tímabilinu 2014–2020 er um 100 milljarðar evra.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.