Ný útgáfa skýrslu um árangur Íslands í alþjóðlegu samstarfi

4.7.2018

Skýrslan geymir upplýsingar um árangur Íslands í þeim þremur áætlunum ESB sem Rannís hefur umsjón með, á árunum 2014–2017. Skýrslan kom fyrst út fyrir ári síðan, en í nýrri útgáfu hefur gögnum frá árinu 2017 verið bætt við.

Skýrslan sýnir hversu evrópskt og norrænt samstarf er umfangsmikið í starfsemi Rannís sem er helsta þjónustustofnun á Íslandi á þessu sviði. Horizon 2020 (rannsóknir og nýsköpun) er stærsta áætlunin, en hún er um 76% af umfangi þess samstarfs sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samningsins, Erasmus+ (menntun og æskulýðsstarf) er um 15% af umfangi og Creative Europe (kvikmyndir og menning) er um 1,5%. Heildarfjárveiting ESB til þessara áætlana á tímabilinu 2014–2020 er um 100 milljarðar evra.

Skoða skýrslu

Sækja skýrslu sem pdf (1,35 MB)









Þetta vefsvæði byggir á Eplica