Kínversk sendinefnd frá Heimskautastofnun Kína (Polar Research Institute of China) var á Íslandi á dögunum í tengslum við uppbyggingu Norðurljósamiðstöðvarinnar á Kárhóli í Reykjadal. Sendinefndin skoðaði aðstæður og framkvæmdir á Kárhóli og heimsótti Rannís, Raunvísindastofnun og Háskólann á Akureyri.
Af þessu tilefni var undirritaður nýr rammasamningur um vísindasamstarfið á Kárhóli milli Rannís og Heimskautastofnunarinnar. Samningurinn nær til fleiri vísindasviða á norðurslóðum en áður, s.s. veðurfræði, líffræði, vistfræði, haffræði, jöklafræði, jarðfræði, umhverfisvísinda og loftslagsbreytinga, sjávarútvegsfræði og fjarkönnunar.
Samkvæmt samningnum verður rannsóknamiðstöðin á Kárhóli fjölfagleg miðstöð um norðurslóðarannsóknir. Margar íslenskar vísindastofnanir munu eiga aðild að því samstarfi og undirritaði kínverska sendinefndin einnig samninga um vísindasamstarf við Raunvísindastofnun, Hafrannsóknastofnun, Veðurstofu Íslands og Háskólann á Akureyri. Starfsemi rannsóknamiðstöðvar á Kárhóli mun styrkja þær norðurslóðarannsóknir sem þegar eru stundaðar hér á landi og bæta við þær á sumum sviðum.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við rannsóknamiðstöðina á Kárhóli ljúki seint á þessu ári en Aurora Observatory, sem er íslensk sjálfseignarstofnun, stýrir framkvæmdum þar, samkvæmt samningum við Heimskautastofnun Kína.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís.
Xue Ren, varaforstöðumaður Heimskautastofnunar Kína og Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís.
Kínverska sendinefndin heimsótti Norðurslóðamiðstöðina á Kárhóli. F.v. Shan Yanyan, Hu Hongqiao, Xu Ren, Yang Chunxiao og Chen Nan.
Myndavél fyrir norðurljós á þaki Norðurljósamiðstöðvarinnar.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.