Nýrri heimasíðu Euraxess á Íslandi hefur verið ýtt úr vör

12.12.2016

Euraxess er alþjóðlegt samstarfsnet sem miðar að því að styðja við starfsþróun rannsakenda með því að auðvelda þeim að flytjast á milli landa. Euraxess er einnig vettvangur þar sem hægt er að leita eftir lausum rannsóknastöðum í yfir 40 löndum.

  • Euraxess á Íslandi.

Íslenska síðan – www.euraxess.is  hefur að geyma hagnýtar upplýsingar sem ætlað er að auðvelda erlendum rannsakendum að koma sér og fjölskyldum sínum fyrir hér á landi.

Stefnt er að því að bæta við  og auka upplýsingarnar jafnt og þétt og er óskað eftir ábendingum þar lútandi og einnig um það sem betur má fara.

Fyrirspurnum og ábendingum skal beint til Kristmundar Ólafssonar , verkefnisstjóra Euraxess á Íslandi.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica