Nýsköpunarþing og afhending Nýsköpunarverðlauna 2018

24.10.2018

Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs var haldið þriðjudaginn 30. október 2018, 14.00-16.30 á Grand Hótel Reykjavík. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2018 voru afhent á þinginu. Mikill áhugi var á málefninu því uppselt var á þingið.

  • Nyskopunarthing-2018

Á þinginu voru flutt erindi undir yfirskriftinni Nýjar lausnir – betri heilsa?

Umræðuefni Nýsköpunarþinganna er ávallt valið með það í huga að ýta undir skilning manna á samspili vísinda, tækni og þekkingar annars vegar og vöruframleiðslu og markaðsstarfs hins vegar. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt á Nýsköpunarþingi. 


Dagskrá

Formleg dagskrá hefst kl. 14.00 og lýkur kl.16.30

  • Ávarp

       Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar

  • Straumar og stefna í nýsköpun

       Convergence & reciprociy -The future of innovation and ecosystems 

       Bogi Eliasen, framtíðarfræðingur og sérfræðingur hjá Copenhagen Institute for Futures          Studies

  •  Viðtöl við frumkvöðla og fólk í nýsköpun

        Sesselja Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri greiningardeildar Alvotech

        Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri GRID

  • Frumlyfjaþróun á Íslandi

       Egill Másson, framkvæmdastjóri Akthelia

  • Fiskað eftir nýjum lyfjum

       Perla Björk Egilsdóttir, framkvæmdastjóri 3Z 

  • Viðtöl við frumkvöðla og fólk í nýsköpun

       Sigríður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Primex

       Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull

       Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect

  • Innreið fjórðu iðnbyltingarinnar í heilbrigðis tækni. Ógnvaldur eða risavaxið tækifæri?

       Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical 

  • Stafræn heilbrigðismeðferð – Digital therapeutics 

       Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri SidekickHealth 

  • Nýsköpun og fæðubótarefni

       Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir, framkvæmdastjóri SagaNatura 

  • Nýsköpunarverðlaun Íslands 2018

       Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar afhendir    

Fundarstjóri var Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís

 

Í lok Nýsköpunarþings var boðið uppá léttar veitingar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica