Nýtt tilraunaverkefni innan Horizon2020 - SME Innovation Associate

11.2.2016

Nýtt tilraunaverkefni er að fara af stað innan Horizon2020 og kallast SME Innovation Associate. Verkefninu er ætlað að leiða saman rannsakendur og lítil og meðalstór fyrirtæki.

Til hvers?

Nýsköpun hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum er gjarna skorður settar vegna takmarkaðs aðgengis þeirra að sérhæfðri hæfni og þekkingu. Þessi fjármögnun er ætluð til þess að auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að ráða til sín rannsakendur innan Evrópu sem geta styrkt þá nýsköpun innan fyrirtækjanna. Verkefni stuðla að auknum hreyfanleika rannsakenda innan Evrópu og er leitt af fyrirtækjum.

Fyrir hvern?

Þetta er opið fyrir öll smá og meðalstór fyriræki sem hafa aðild að Horizon2020 ætluninni (Ísland hefur fulla aðild). Rannsakendur sem vilja sækja um verða að hafa doktorsgráðu  (eða a.m.k.  4 ára samfellda rannsóknareynslu) og hafa sannreynda sérhæfingu á því sviði sem atvinnuumsóknin tilgreinir.

Hvað er fjármagnað?

Einn styrkur er veittur til fyrirtækja og nægir hann fyrir launakostnaði og tengdum gjöldum fyrirtækisins við að ráða til sín einn rannsakenda með doktorsgráðu. Enn frekar fylgir fé sem ætlað er til að stuðla að aukinni þjálfun hans. 90 fyrirtæki munu fá styrk.
Fyrirtæki sem hlýtur styrk getur því ráðið til sín sérþekkingu frá Evrópu  til að styrkja verkefnið þitt um leið og þeir rannsakendur sem taka þátt fá tækifæri að starfa með litlum og meðalstórum fyrirækjum í nýsköpun og öðlast verðmæta reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu.

Hvar finnur þú upplýsingar?









Þetta vefsvæði byggir á Eplica