Opið fyrir Marie Skłodowska-Curie umsóknir

30.5.2022

Um er að ræða tvenns konar umsóknarfresti - nýdoktoraumsóknir og doktorsnetaumsóknir. Umsóknarfrestir eru 14. september og 15. nóvember nk.

Nýdoktoraumsóknir (Postdoctoral Fellowships): Sótt er um nýdoktorastöður hjá háskólum, stofnunum eða fyrirtækjum í öðru landi en þar sem umsækjandi hefur haft búsetu undanfarið. Umsóknarfrestur er 14. september 2022. 
Nánari upplýsingar

Doktorsnetaumsóknir (Doctoral Networks): Samstarfsverkefni háskóla og annarra stofnana um að setja á fót hágæða doktorsnámssamstarf. Umsóknarfrestur er 15. nóvember 2022. 
Nánari upplýsingar

Rannís veitir frekari upplýsingar um þessa áætlun, umsóknarferlið og mögulega samstarfsaðila.

Vakin er athygli á nýrri tengslavefsíðu þar sem má skrá stofnanir, leiðbeinendur eða aðra áhugasama um MSCA áætlunina auk þess að kynna sér aðra þátttakendur:

Tengslavefsíða 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica