Opið fyrir umsóknir í Sviðslistasjóð

29.4.2022

Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnusviðslistahópa fyrir leikárið 2022/23 – aukaúthlutun vegna átaks ríkisstjórnar Íslands. Veittar eru 25 milljónir til sjóðsins og að auki 50 listamannalaun til sviðslistafólks, 35 ára og yngri.

Í umsókn er beðið um lýsingu á verki, verk- og tímaáætlun, fjárhagsáætlun og upplýsingar um þátttakendur. Vakin er athygli á formi fyrir fjárhagsáætlun sem skal fylgja umsókn.

Umsóknarfrestur rennur út 16. maí 2022 kl. 15:00.

Eingöngu er tekið við fylgigögnum með umsókn í umsóknarkerfi Rannís. Aðgangur að umsóknarkerfi, eyðublöðum fyrir skýrslur, matskvarða, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn, stefnu stjórnar o.fl., er að finna á síðu sjóðsins

Umsókn til Sviðslistasjóðs getur gilt sem umsókn í launasjóð sviðslistafólk fyrir þátttakendur verkefnis.

Sviðslistasjóður starfar samkvæmt lögum um sviðslistir 2019 nr.165.

Fyrirspurnir sendist á: svidslistasjodur@rannis.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica