Opið fyrir umsóknir um Evrópumerkið / European Language Label 2023
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og barnamálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning fyrir 2023 verði veitt í október.
Í ár veitir mennta- og barnamálaráðuneytið sérstakan fjárstyrk upp á 500.000 krónur sem skal nýttur til kynningar og þróunar á því verkefni sem hlýtur Evrópumerkið.
Umsóknarfrestur um Evrópumerkið er til 20. september næstkomandi.
Umsóknum er skilað rafrænt til Rannís.
Eftirfarandi forgangsatriði 2023 eru:
- Stuðningur við nýflutta innflytjendur, börn og ungmenni á flótta og þörf þeirra á tungumálakennslu (Supporting newly arrived migrants and displaced children and young people in their language learning needs).
- Starfsþróun kennara til að takast á við nám án aðgreiningar og þvermenningarlega umræðu, einkum í tengslum við aukin tungumálafjölbreytileika í kennslustofunni (Professional development of teachers to address inclusion and intercultural dialogue, in particular in relation to the increased linguistic diversity in the classroom).
- Stuðningur við verkefni sem snúa að minnihlutahópum og svæðisbundnum tungumálum sem jafnframt stuðla að jöfnuði, félagslegri samheldni og virkri borgaravitund (Support to projects addressing minorities and regional languages as a means to promote equity, social cohesion and active citizenship)
- Tungumálanám sem styður við persónulega þróun fullorðinna nemenda (Language learning in supporting the personal growth of adult learners).
Nánari lýsing á áherslunum og viðurkenningunni.
Umsóknir um önnur verkefni en þau sem taka til ofangreindra forgangsatriða verða einnig tekin til skoðunar.
Upplýsingar um Evrópumerkið ásamt yfirliti yfir íslensk verkefni sem hafa áður hlotið viðurkenningu.