Óskað eftir tilnefningum fyrir Vaxtarsprotann 2023

22.6.2023

Vaxtarsprotinn er afhentur þeim sprotafyrirtækjum sem sýna mestan vöxt í söluveltu milli síðasta árs og ársins á undan. Frestur til að skila inn tilnefningum fyrir Vaxtarsprotann 2023 hefur verið framlengdur til 18. ágúst.

Meginviðmið er vöxtur í söluveltu sprotafyrirtækis milli síðasta árs 2022 og ársins á undan 2021. Skilyrði er að frumkvöðull sé til staðar í fyrirtækinu og fyrirtækið má ekki vera í meirihlutaeigu fyrirtækis á meðal 100 stærstu á Íslandi, fyrirtækis á aðallista Kauphallar eða vera sjálft á aðallista Kauphallar.
Tilnefningu er hægt að senda til og með 18. ágúst næstkomandi.

Senda inn tilnefningu

Það fyrirtæki sem sýnir mestan hlutfallslegan vöxt hlýtur nafnbótina Vaxtarsproti ársins. Fyrirtækið fær til varðveislu farandgrip með áletrun og sérstakan verðlaunaskjöld til eignar. Einnig eru veittar sérstakar viðurkenningar til þeirra tveggja sprotafyrirtækja sem hafa sýnt mestan hlutfallslegan vöxt, annars vegar í flokki fyrirtækja sem velta á bilinu 10-100 millj. kr. og hins vegar sem velta á bilinu 100-1.000 millj. kr. Veitt er sérstök viðurkenning til sprotafyrirtækja sem náð hafa þeim árangri á síðasta ári í fyrsta sinn að velta meira en einum milljarði króna. Við leitum því einnig eftir ábendingum um sprotafyrirtæki sem hafa náð því marki.

Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannís. Tilgangurinn er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja. Aðstandendur verkefnisins skipa dómnefnd sem sér um val á þeim fyrirtækjum sem hljóta viðurkenningu og nafnbótina Vaxtarsproti ársins.

Eftirfarandi fyrirtæki hafa hlotið Vaxtarsprotann:

  • Controlant (2022)
  • 1939 Games (2021)
  • Kerecis (2020)
  • Carbon Recycling International (2019)
  • Kaptio (2018)
  • Kerecis (2017)
  • Eimverk (2016)
  • Kvikna (2015)
  • DataMarket (2014)
  • Meniga (2013)
  • Valka (2012)
  • Handpoint (2011)
  • Nox Medical (2010)
  • Mentor (2009)
  • Mentor (2008)
  • Marorka (2007) 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica