Ráðherra heimsækir Tækniþróunarsjóð

30.5.2017

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, heimsótti Rannís í morgun í þeim erindagjörðum að kynna sér Tækniþróunarsjóð og þá styrki sem hann veitir.

  • Á mynd: Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ingvi Már Pálsson skrifstofustjóri og Sigurður Björnsson, sviðsstjóri á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís.

Með henni í för var Ingvi Már Pálsson skrifstofustjóri og á móti þeim tóku Hallgrímur Jónsson, forstöðumaður Rannís, og Sigurður Björnsson, sviðsstjóri á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís. Við þökkum Þórdísi Kolbrúnu ráðherra kærlega fyrir komuna og þann áhuga sem hún sýndi starfsemi sjóðsins.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica