Ráðherra sat 100. stjórnarfund Tækniþróunarsjóðs

8.1.2018

Samkvæmt stjórnarsáttmála liggur fyrir að móta heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, en ráðherra hyggst leggja grunn að verklagi við þá vinnu á næstunni.

  • 100.-fundurinn
    Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Reimarsson, stjórn Tækniþróunarsjóðs, Sveinn Þorgrímsson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir, stjórn Tækniþróunarsjóðs, Tinna Traustadóttir, stjórn Tækniþróunarsjóðs, Sigurður Björnsson, sviðsstjóri á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, Jakob Sigurðsson, stjórn Tækniþróunarsjóðs, Ægir Þór Þórsson, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís og Pétur Már Halldórsson, forstjóri Nox Medical.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sat 100. stjórnarfund Tækniþróunarsjóðs sem haldinn var í húsakynnum Nox Medical fyrir helgi. Á fundinum var m.a. rætt um þróun sjóðsins undanfarin ár og stuðningsumhverfið. Samkvæmt stjórnarsáttmála liggur fyrir að móta heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, en ráðherra hyggst leggja grunn að verklagi við þá vinnu á næstunni.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica