Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Nordplus

5.1.2017

Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, býður kennurum og öðrum sem starfa við menntamál að sækja um styrki í áætlunina. Heildarupphæð styrkja til úthlutunar er um 9 milljónir evra (tæplega 1,4 milljarður íslenskra króna).

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2017.

Umsóknir eru opnar öllum þeim sem vinna að kennslu eða menntamálum og styrkir eru veittir til ýmiss konar námsheimsókna, samstarfsverkefna og samstarfsneta. Farið er fram á samstarf á milli menntastofnana og/eða annarra þátttakenda í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð eða Álandseyjum.


Opið er fyrir umsóknir í allar fimm undiráætlanir Nordplus:


Nánari upplýsingar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica