Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Hljóðritasjóði

14.9.2016

Umsóknarfrestur er til og með 10. október kl. 17:00.

Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist. Veittir eru styrkir til hljóðritunar nýrrar frumsaminnar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun.

Hljóðritin skulu kostuð af íslenskum aðilum eða vera samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila.

Umsóknarfrestur fyrir árið 2016 rennur út 10. október kl. 17.00.

Upplýsingar og umsóknargögn eru að finna á síðu Hljóðritasjóðs.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica