Rannís auglýsir eftir sumarstarfsfólki

5.5.2023

Um er að ræða þrjár stöður á mismunandi sviðum stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2023 og er ráðningartímabilið tveir og hálfur mánuður eftir samkomulagi

  1. Hefur þú áhuga á alþjóðamálum og eru kynningarmál og skýrslugerð þinn styrkur?
    Starfið felst í aðstoð við framkvæmd verkefna Erasmus+ og gagnasöfnun vegna úttektar á áætluninni auk vinnu við kynningarmál og viðburði á mennta- og menningarsviði Rannís.
  2. Ertu snillingur í frágangi og skráningu skjala?
    Verkefnið felst frágangi og skráningu skjala í samstarfi við skjalastjóra. Um er að ræða þúsundir skjala sem þarf að ganga frá og því leitum við að starfskrafti sem er flinkur í skjölun og hefur gaman að frágangi og skráningu.
  3. Kynjagreining á umsóknum í Tækniþróunarsjóð og styrkveitingum.
    Verkefnið felst í greiningu á umsóknum í Tækniþróunarsjóð og styrkveitingar sjóðsins út frá kyni. Verkefnið felst einnig í skrifum á skýrslu um niðurstöður greiningarinnar sem yrði afhent stjórn Tækniþróunarsjóðs.

Nánari upplýsingar um störfin og hvernig sótt er um

Rannís er líflegur vinnustaður með um 65 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica