Rannís auglýsir eftir umsóknum í Hljóðritasjóð

2.2.2018

Umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 17:00.

Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist. Veittir eru styrkir til hljóðritunar nýrrar, frumsaminnar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun. Hljóðritin skulu kostuð af íslenskum aðilum eða vera samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila. Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, 15. mars og 15. september. 

Næsti umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 17.00. 

Sótt er um í gegnum umsóknarkerfi Rannís .

Nánari upplýsingar á síðu Hljóðritasjóðs.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica