Rannís auglýsir eftir umsóknum í Vinnustaðanámssjóð

8.4.2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð og er umsóknarfrestur til 20. nóvember 2020, kl. 16:00.

  • Vinnustadanamssjodur

Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla.

Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi.

Umsóknarfrestur fyrir árið 2020 er til 20. nóvember 2020.

Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

Nánari upplýsingar veitir Skúli Leifsson: Senda póst

Lesa um Vinnustaðanámssjóð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica