Rannís gerist aðili að Academic Cooperation Association

8.2.2018

Academic Cooperation Association eru samtök stofnana sem fjármagna og styðja við alþjóðavæðingu háskóla í sínu heimalandi með styrkjum til nemenda- og kennaraskipta.

Samtökin koma fram sem málsvari alþjóðasamstarfs og eru samstarfsvettvangur stofnanna sem vinna náið saman að þróa alþjóðlegt samstarf háskóla. Samtökin vinna úttektir og matsskýrslur, skipuleggja alþjóðleg námskeið og ráðstefnur og miðla upplýsingum til aðildarstofnana um þróun í alþjóðasamstarfi háskóla á alþjóðlegum vettvangi. Loks standa samtökin reglulega fyrir samtali við stefnumótandi aðila hjá framkvæmdastjórn ESB og í Evrópuþinginu í Brussel þar sem skrifstofur samtakanna eru.

Margar systurstofnanir Rannís eru aðilar að ACA og má þar nefna norsku (SIU), sænsku (UHR) og finnsku (EDUFI) stofnanirnar sem sjá bæði um Erasmus+ og Nordplus áætlanirnar og Archimedes stofnunina í Eistlandi. Einn stærsti bakhjarl starfseminnar er Deutscher Akademischer Austauschdienst (DAAD) sem hefur haft mikil áhrif á þróun alþjóðasamstarfs háskóla og Erasmus áætlunar Evrópusambandsins. 

Nánari upplýsingar er að finna á vef samtakanna - en margir af viðburðum sem þau skipuleggja eru öllum opnir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica