Rannís óskar eftir tilnefningum til vísinda­miðlunar­verðlauna

30.8.2018

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun verður veitt við opnun Vísindavöku 2018, sem haldin verður föstudaginn 28. september í Laugardalshöll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís.

Viðurkenning fyrir vísindamiðlun er veitt einstaklingi, stofnun, fyrirtæki, samtökum eða verkefni, sem þykir hafa staðið ötullega að því að miðla vísindum og fræðum til almennings á áhugaverðan hátt.

Skal vísindamiðlunin hafa stuðlað að bættum skilningi almennings, barna, ungmenna og fullorðinna, á vísindum og fræðum og á mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag. Einnig skal vísindamiðlunin hafa vakið athygli á starfi vísindamanna og á mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í íslensku samfélagi.

Tilnefningar sendist í tölvupósti til Rannís í síðasta lagi 21. september nk.  visindavaka@rannis.is .

Hér má finna upplýsingar um fyrri handhafa viðurkenningarinnar, en Sprengjugengið hlaut viðurkenninguna á Vísindavöku 2013, Háskólalestin á Vísindavöku 2012 og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hlaut viðurkenninguna á Vísindavöku 2011.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica