Samnorrænn upplýsingadagur COST

3.4.2024

Upplýsingadagurinn verður haldinn á netinu þann 23. apríl næstkomandi frá 11:00 - 13:30 að íslenskum tíma. 

  • COST-info-day

Fundurinn er er fyrsti  samnorræni upplýsingadagur COST áætlunarinnar. Hann er haldinn í samstarfi landsfulltrúa áætlunarinnar á Norðurlöndunum, þar með talið Færeyjum, og COST
Upplýsingadagurinn er opinn öllum rannsakendum og frumkvöðlum á hvaða fræðasviði sem er, óháð reynslu. Ungt vísindafólk er sérstaklega hvatt til að sitja fundinn.

Markmiðið er að kynna hvernig eigi að taka þátt í COST verkefnum og ávinninginn af þátttöku. Einnig verður fjallað um hvernig eigi að leiða verkefni og/eða taka þátt í að skrifa umsókn um COST verkefni. Þátttakendur í COST verkefnum munu deila reynslu sinni og mun Ísland þar eiga sinn fulltrúa.

Skráning

Skráningu lýkur 22. apríl næstkomandi. 

Dagskráin er í mótun og verður auglýst þegar nær dregur.

English









Þetta vefsvæði byggir á Eplica