Samvinnuverkefni um Markáætlun í tungu og tækni

12.7.2018

Í fyrsta fasa Markáætlunar í tungu og tækni árið 2018 verður komið á fót samvinnuverkefni Markáætlunar og Máltæknisjóðs sem felur í sér að styrkfé beggja aðila verður sameinað þegar lýst verður eftir umsóknum.

Í lok ágúst eða byrjun september verður lýst eftir umsóknum, og stefnt er að umsóknarfresti um miðjan október. Þróunar- og hagnýtingarverkefni munu hljóta forgang við úthlutun, en einnig verður hægt að sækja um rannsóknar- og innviðaverkefni, sbr. úthlutunarreglum Máltæknisjóðs. Samhliða kallinu munu fara fram kynningar í ágúst á reglum og markmiðum þessa samvinnuverkefnis. Í öðrum fasa áætlunarinnar er stefnt að stærri verkefnum til 3. eða 4. ára og verður hann kynntur upp úr miðju næsta ári.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica