Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís

25.11.2016

Starfið felst í umsýslu samkeppnissjóða á vegum Rannís, einkum Tækniþróunarsjóðs auk annarra verkefna s.s. þátttöku í uppbyggingu upplýsingakerfis Rannís. 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

  • Háskólapróf í verkfræði, tæknifræði eða sambærilegum greinum. Meistarapróf æskilegt
  • Þekking á gagnagrunnum og SQL fyrirspurnarmáli
  • Þekking á hugbúnaðargerð
  • Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku, bæði tal- og ritmál
  • Þjónustulund, jákvætt viðmót og færni í samskiptum
  • Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu

Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Björnsson , sviðsstjóri eða Lýður Skúli Erlendsson , sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði.

Sækja um starf

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2016

 

Umsókninni skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf ásamt prófskírteini og upplýsingum um meðmælendur.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Laun greiðast samkvæmt viðeigandi kjarasamningi við fjármálaráðuneytið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

 

 

Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins, menntunar og þróunar mannauðs ásamt menningar og skapandi greina. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins í gegnum rekstur samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica