Sjötta Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan haldin í maí
Ráðstefnan er helguð málefnum Norður-Íshafsins og mun m.a. fjalla um fiskveiðistjórnun, mengun í sjó og áhrif loftslagsbreytinga, stjórnarfar og sjálfbærni.
Vakin er athygli á því að sjötta Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Tromsö, Noregi, 23-25. maí nk. Ráðstefnan er helguð málefnum Norður-Íshafsins og mun m.a. fjalla um fiskveiðistjórnun, mengun í sjó og áhrif loftslagsbreytinga, stjórnarfar og sjálfbærni.
Frestur til að senda inn ágrip að erindi á ráðstefnuna er 5. mars nk. og þau skal senda til:
Liu Han, CNARC: liuhan@pric.org.cn
Anne Kibsgaard, Norska Heimskautastofnunin: anne.kibsgaard@npolar.no
Nánari upplýsingar í PDf skjali
Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís.