Stjórn Innviðasjóðs mun auglýsa eftir tillögum að verkefnum á vegvísi um rannsóknarinnviði

7.2.2024

Stjórn Innviðasjóðs mun auglýsa eftir nýjum verkefnum á uppfærðan vegvísi nú í ár. Vísindasamfélagið er hvatt til þess að vinna áfram að auknu samstarfi um rannsóknarinnviði, jafnt innan verkefna sem nú hafa stöðu á vegvísi sem og með mótun nýrra verkefna.

Nýr vegvísir mun taka við af núverandi vegvísi.

Frestur til að skila inn ítarlegri umsókn um verkefni á vegvísi er 1. nóvember 2024.

Sama fyrirkomulag verður notað og gert var árið 2020 þegar kallað var eftir verkefnum á fyrsta vegvísi um rannsóknarinnviði.

Byrjað verður á að bjóða umsækjendum að senda inn tillögur að innviðaverkefnum ásamt stuttri verkefnalýsingu sem verða svo birtar á vef Rannís. Ferlið verður nánar auglýst síðar í vor.

Nánari upplýsingar um vegvísi um rannsóknarinnviði









Þetta vefsvæði byggir á Eplica