Styrkir á sviði jarðhita

22.6.2017

Geothermica auglýsir eftir umsóknum um rannsókna- og nýsköpunarverkefna á sviði jarðhita. Verkefnin þurfa að vera samstarfsverkefni með þátttöku að lágmarki þriggja aðila frá minnst tveimur aðildarlöndum Geothermica-netsins .

Umsóknarferlið

Umsóknaferlið er tveggja þrepa. Í fyrra þrepi er send inn forumsókn. Þær umsóknir sem standast mat á fyrsta þrepi fá boð um að senda inn umsókn á seinna þrepi.

Frestur til að skila inn forumsókn er til 10. júlí 2017.

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið og reglur er að finna á heimasíðu Geothermica.

Reglur um þátttöku innlendra aðila í verkefnum í Geothermica

Styrkir til innlendra aðila eru fjármagnaðir af Tækniþróunarsjóði og falla umsóknir innlendra aðila í Geothermica  undir reglur Tækniþróunarsjóðs um Vöxt. Hámarksupphæð er allt að  140.000 evrur á ári til allt að þriggja ára. Undantekning á reglum um Vöxt er að aðalumsækjandi verkefnisins þarf ekki að vera fyrirtæki, heldur má vera háskóli eða rannsóknastofnun. Reglur um mótframlag ráðast af eðli verkefnisins og tegund umsækjenda (sjá nánar töflu 1 á bls. 7 í reglum um styrktarflokkinn Vöxt). Samningur um styrk er gerður í íslenskum krónum á miðgengi Seðlabankans á lokadegi umsóknarfrests.

4-Logo-GEOTHERMICA-logo-transparent

Þetta vefsvæði byggir á Eplica