Styrkir til atvinnuleikhópa

14.8.2015

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2016. Umsóknarfrestur er til 30. september kl. 17:00.

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2016. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða gerðir starfssamningar til lengri tíma. Umsóknarfrestur er til 30. september 2015 kl. 17:00.

Upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi hér .

Leiklistarráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úthlutun fjár sem veitt er í fjárlögum til stuðnings atvinnuleikhópum, sbr. leiklistarlög nr. 138/1998. Áherslusvið sem njóta forgangs við þessa úthlutun, sbr. 4.gr. reglugerðar nr. 1299/2013, eru ný sviðsverk ætluð fyrir óhefðbundin leikrými og nýja áhorfendahópa.

Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga hjá Rannís.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica