Styrkir til atvinnuleikhópa

15.8.2016

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2017. Umsóknarfrestur er til 30. september kl. 17:00.

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2017. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða gerðir starfssamningar til lengri tíma.

Umsóknarfrestur er til 30. september 2016 kl. 17:00.

Umsóknum skal skilað rafrænt, upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi hér.

Einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn.

Umsókn í atvinnuleikhópa getur einnig gilt sem umsókn til Listamannalauna sé merkt við þar til gerðan reit í umsóknarformi.

Leiklistarráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úthlutun fjár sem veitt er í fjárlögum til stuðnings atvinnuleikhópum, sbr. leiklistarlög nr. 138/1998. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica