Styrkir til rannsókna í Kína

4.9.2018

Kínversk-norræna norðurslóðamiðstöðin í Shanghai (China - Nordic Arctic Research Centre) auglýsir rannsóknastyrki fyrir tímabilið 15. desember 2018 til 30. júní 2019.

Í boði eru tveir styrkir til norrænna vísindamanna og tveir styrkir til kínverskra vísindamanna.

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018. Með umsókn íslensks vísindamanns um styrk skal fylgja meðmælabréf frá Rannís.

Sjá frekari upplýsingar

Sækja umsóknareyðublað

Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Gunnarsson, s. 515-5800.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica