Styrkir úr Tónlistarsjóði 2020

26.9.2019

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2020.

Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.

Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi.

Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember 2019 kl. 16.00. Athugið að ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir þann tíma.

Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í maí og nóvember. Næsti umsóknarfrestur er 15. maí 2020.

Sjá nánari upplýsingar á síðu Tónlistarsjóðs.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica