Tafir á styrkumsóknum fyrir Vinnustaðanámssjóð

7.1.2016

Tafir hafa orðið á því að umsóknarferli fyrir styrki úr Vinnustaðanámssjóði hefjist en ástæðan er sú að um þessar mundir er unnið að breytingatillögum á verklags- og úthlutunarreglum fyrir sjóðinn. Markmið breytinganna er að lækka umsýslukostnað Vinnustaðanámssjóðs og að nýta þá fjármuni sem sparast í þágu styrkþega.

Þar sem óljóst er á þessu stigi málsins hvaða breytingar verða gerðar á verklagsreglunum hafa Vinnustaðanámssjóður og Rannís ákveðið að bíða með að opna fyrir umsóknarferlið þar til lokaákvarðanir um það liggja fyrir. Mun lokafrestur umsókna frestast sem þeim töfum nemur. Stjórn sjóðsins hefur þó lagt á það ríka áherslu að breytingaferlinu verði flýtt eins mikið og hægt er svo tafir umsækjenda til styrkveitinga verði sem minnstar.

Auglýst verður eftir umsóknum um styrki í Vinnustaðanámssjóð á vefsíðu Rannís þegar niðurstöður þessar liggja fyrir og mun umsóknarferlið standa yfir að lágmarki í fjórar vikur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica