Tengslaráðstefna Nordplus í Kaupmannahöfn 20. - 22. nóvember

31.8.2016

Í tilefni af nýju Nordplus tímabilinu sem hefst árið 2017, hefur Nordplus ákveðið að halda sameiginlega tengslaráðstefnu fyrir allar undiráætlanir Nordplus þar sem öllum hugsanlegum umsækjendum Nordplus innan menntageirans er boðið að sækja um þáttöku.

Þemu tengslaráðstefnunnar að þessu sinni eru þrjú; aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi, norræn tungumál og kennaramenntun og starfsþróun kennara. Tilgangur tengslaráðstefnunnar er að efla tengsl fólks frá mismunandi  löndum með það í huga að senda inn umsókn í Nordplus áætlunina á næsta umsóknarfresti 1. mars 2017.

Hægt er að sækja um þátttöku á tengslaráðstefnunni  til 5. okt 2016. Veittur verður styrkur til að taka þátt í ráðstefnunni bæði fyrir ráðstefnugjaldi og ferðastyrk. Ath.að ekki er hægt að taka þátt í ráðstefnunni nema að hafa fengið úthlutað sæti. Niðurstaða um hver fær pláss á tengslaráðstefnunni mun liggja fyrir 24. október.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica