Þátttaka Íslendinga í verkefnum sem Uppbyggingarsjóður EES styrkir

4.4.2017

SIU, Senter for intenasjonalisering av utdanning, í Björgvin, Noregi, gaf nýverið út skýrslu um þátttöku Íslands, Liechtenstein og Noregs í verkefnum sem styrkt eru af menntunarhluta sjóðsins. 

Samtals eru löndin 11 sem styrkjanna njóta. Allt eru þetta lönd sem  hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu á síðust 10 – 15 árum. Skemmst er frá því að segja að þátttaka Íslendinga er um 22%, hvort sem litið er á mannaskipti eða þátttöku í samstarfsverkefnum. Þetta verður að teljast harla góð niðurstaða og vitnisburður um vilja íslenskra skóla og stofnana til samvinnu við samstarfsfólk í Evrópu. Rétt er að geta þess að enn eru verkefni í gangi. Þeim lýkur öllum seinn á þessu ári og þá koma fram endanlegar tölur um þátttöku.  Skýrslan gefur samt harla örugga vísbendingu. 

Sækja skýrsluna

Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð EES









Þetta vefsvæði byggir á Eplica